Næsti kafli.

Það er aldrei of seint að vera hver eða hvað sem að þig langar til þess að vera. Öll munum við á einhverjum tímapunkti líta í spegilinn og sjá manneskju sem að við erum ekki alveg nógu sátt með og þá er mikilvægt að þú vitir að það er ekkert sem heitir: Of seint. Sjálfur hef ég margoft átt stundir þar sem að mér líður ekki nógu vel með sjálfan mig og viðurkenni að stundum hefur maður alls ekki verið nógu duglegur að viðurkenna að það er léttast í heimi að breyta til ef að maður aðeins þorir því og ýtir sér aðeins yfir strikið.

Hver sem er að lesa þetta, þá vona ég að þú sért að lifa lífi sem að þú ert stoltur af að kalla þitt, en ef þú ert það ekki, vona ég að þú hafir styrk til þess að byrja upp á nýtt. Hvort sem að það er vinnulega, námslega eða persónulega þá er ekkert of seint. Lífið mun gjarnan oft snúast um að taka áhættur, sætta þig við breytingar, verða betri útgáfur af okkur sjálfum og þroskast með tímanum.

 Þar sem að það eru einungis nokkrir dagar eftir af þessu ári er þetta fullkomið tækifæri til þess að líta í eigin barm og hugsa þig um hvort þú sért á þeirri braut sem að þig langar til þess að vera á. Ef ekki þá ertu að byrja nýjan kafla eftir nokkra daga og þá getur þú ákveðið að hann verði sá besti hingað til. Ég er ekki að tala um þetta new year new me dæmi eða segja þér að setja þér áramotaheit, alls ekki! Öllu heldur vil ég biðja þig að sjá heildarmyndina í lífi þínu og hugsa hvort þú sért hamingjusamur. Ef svo er það frábært! En ef að þér þykir eitthvað ekki ílagi, sýndu hugrekki og breyttu til. Ég held að það sé aldrei of seint, jafnvel þótt að byrjunin líti  út fyrir að vera verulega óraunhæf þá er aldrei of seint að hætta einhverju og byrja frá byrjun. Það er ekkert sem að segir að þú getir ekki kennt gömlum hundi ný brögð eða að gamalt fólk geti lært að halda bolta á lofti. Vissulega er það erfiðara… en er það hægt? Að sjálfsögðu og það sama gildir um þig hvar sem að þú ert staddur í lífinu. Byrjum nýja árið á eins jákvæðum nótum og hægt er og fyrir það sem er að líða segi ég… Thank u, next

 

amazing-electrc-feel-fireworks-gif

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s