364 auðar blaðsíður

Þar með er fyrsta blaðsíðan af þessum kafla skrifuð og 364 dagar eftir til þess að klára kaflan. Þegar þú vaknaðir í gær hefur þú eflaust verið mjög þreytt/ur eða jafnvel bara skít þunn/ur eftir síðastliðna nótt en engu að síður eflaust tilhlökkun fyrir komandi ári. Sumir hafa jafnvel fengið mikinn létti yfir því að árið 2018 sé loksins liðið hjá. Ég persónulega var á báðum áttum en vissulega með meiri tilhlökkun fyrir komandi stundum.

Þetta ár byrjar eins og öll önnur þar sem að þú hefur líklega sett þér einhver áramótaheiti eða markmið sem að þig langar til þess að hafist á þessu ári. Ég er enginn undantekning og er vissulega búinn að íhuga hvaða markmiðum mig langar til þess að ná á þessu ári og á erfitt með að sjá fyrir mér útkomu þar sem að þau hafa ekki tekist. Síðan hugsaði ég um allt það sem að ég ætlaði mér þegar að 2018 byrjaði, hversu fáranlegt sumt af því var og annað ekki.

Ég er að reyna segja þér er að það er allt í lagi þótt að þessu áramótaheit og markmið klikki svo lengi sem að þú ákveður að þú ætlar að leggja þitt að mörkum til þess að virkilega berjast fyrir því sem að þig langar til þess að afreka á þessu ári.

Þetta ár verður barátta eins og öll önnur sem að komu því á undan en eins og í góðri skáldsögu mun hver kafli oftar en ekki innihalda einhverja neikvæðni en ég vil hvetja þig til þess að leggja þitt allt að mörkum þetta árið til þess að berjast fyrir fleirri jákvæðum stundum og afrekum.

Nú átt þú 363-364 blaðsíður eftir óskrifaðar og þínar til þess að upplifa. Ég vonast til þess að þú nýtir þær í að berjast fyrir því sem að þú villt afreka með jákvæðu hugafari, þolinmæði þegar hlutinir virðast vera fara á vitlausan enda og opin huga gangvart breytingum á planinu.

Eins og Wentworth Miller, einn af mínum uppáhalds leikurum sagði eitt sinn: „Make the plan, execute the plan, expect the plan to go off the rails, throw away the plan.”

IMG_5301

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s