Elsku Afi

Í dag er einn mánuður og einn dagur síðan að afi kvaddi okkur þann 16. desember. Ég hef vanalega verið mjög góður með orð og að finna réttu hlutina til þess að segja en í þessu tilfelli hefur það tekið lengri tíma en vanalega.

Þegar að afi dó hugsaði ég, loksins fær hann hvíld. Eftir að glíma við veikindi í langan tíma og erfiðar síðustu vikur var komið að þessu, ég var búinn að vera á Íslandi í rúmlega 48 tíma og hélt ég hefði lengri tíma til þess að geta kvatt en svo var ekki. Það var komið að þessu og ég er virkilega þakklátur fyrir að hafa verið á landinu og geta kvatt hann í persónu.

Sagt er að fólk upplifi mismunandi tilfinningar og vinni úr missi ástvina á mjög mismunandi hátt. Ég fékk mikið samviskubit yfir því að gráta ekki og líða ekki jafn illa og mér fannst ég eiga gera og ákvað að halda áfram að vinna á fullu ognómeðvitandi gefa mér ekki tíma til þess að stoppa og átta mig á því hvað hafi verið að gerast. Síðan var komið af jólunum og ég fann i fyrsta sinn smá meiri missi og söknuð þegar afi sat ekki við borðið og sagði mér sögur af útlandaferðum hans og ömmu. En enn og aftur hélt ég áfram án þess að virkilega átta mig á þessu.

2019, Nýtt ár að hefjast og allt byrjar eðlilega ég er kominn aftur til London og er ný búnað taka lokaprófið mitt fyrir önnina og loksins ekkert sem að ég þarf að gera í heila viku, en hvað gerist þá? Jú ég loksins gaf mér tíma til að hugsa og þá brotnaði ég gjörsamlega niður af söknuði, sorg og minningum.

Fyrir þann sem er að lesa þetta, það er fullkomlega eðlilegt að bregðast við hlutum á mismunandi hátt og höndla tilfinningar öðruvísi en aðrir og ekkert sem er rangt þegar að það kemur að því.

Til þín elsku afi. Þú ert vonandi á betri stað núna að smíða annan bát eða guð veit hvað. Eitt er víst að þú ert ekki tómhentur þarna uppi. Ef að það er eitthvað sem ég hef lært frá þér á öllum mínum árum er það annars vegar að ef þú sérð eitthvað fyrir þér er alltaf hægt að ná því fram með góðu ímyndunarafli og sköpunargleði og hinsvegar það að endalaus vinnusemi og dugnaður skilar sér alltaf á endanum. Þetta eru gildi sem ég tek með mér restina af lífinu og þakka þér kærlega fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig sama hvað. Ég elska þig.

img_5097
Elsku Afi minn

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s