Allt það sem þú ert

Þegar þú ert að byrja daginn þinn langar mig til þess að biðja þig um að hugsa um allt það sem þú ert en ekki það sem þú ert ekki. Við lítum á okkur sjálf mismunandi augum eftir því hvernig hausinn okkar er stilltur á hverri stundu en það er verulega dýrmætt að gleyma aldrei því sem þú ert. Þú ert æðislega manneskja og hefur upp á svo mikið gott að bjóða. Byrjaðu daginn þinn á því að hugsa hversu langt þú hefur komið.

 Persónulega þykir mér verulega gott að líta tilbaka og hugsa hvar ég er staddur í dag. Ég ætlaði mér að verða allt annað í lífinu og vera staddur á allt öðrum stað en ég er núna. Þrátt fyrir að vera ekki þar sem að ég hafði ímyndað mér myndi ég ekki breyta neinu. Vertu þakklátur fyrir það sem þú hefur því ekkert er sjálfgefið, þú hefur eflaust sett slatta af vinnu og tíma í að vera á þeim stað sem þú ert í dag. Það er mikilvægt að gleyma sér ekki í því sem að maður er ekki heldur líta á það sem þú ert.

 Það er mannseðli að hafa efasemdir um sjálfan sig í tíma og ótíma og við lendum öll í því einhvertíman. Sjálfsálit skiptir miklu máli þar sem að það getur dregið þig niður jafn mikið og það getur hjálpað þér að blómstra. Það er mikilvægt að líta á sjálfan sig og hugsa um allt það sem að maður er og hugsa hversu gott eintak þú ert. Aldrei efast um sjálfan sig heldur mundu hvar styrkleikanir þínir liggja og mundu að þú ert frábær. Aldrei fela það, leyfðu þér að blómstra, þeir sem sjá það ekki eru þeir óheppnu.

Kveðjur frá London

LRG_DSC01400

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s