Fyrsta drop Yeezy Boost 350 V2 2019

Þá er komið að fyrstu útgáfu Yeezy Boost 350 V2 ársins laugardaginn 16.mars. Þetta drop kemur í þrem mismunandi litum og er hver litur aðeins gefinn út í ákveðnum svæðum. Við í Evrópu fáum litinn „Trfrm,“ sem að stendur fyrir True Form. Skórnir eru gráir með ljós appelsínugulum tónum á sólanum, línunni og hælnum. Vefmiðlar á borð við Hypebeast og Yeezymafia telja þetta vera eitt heitasta Yeezy droppið í langan tíma. Skórnir verða fáanlegir í verslun Húrra Reykjavík.

 

Hinar tvær týpurnar kallast annars vegar ,,Hyperspace“ og hins vegar „Clay“. ,,Hyperspace” verða fáanlegir þann 16.mars í Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum. ,,Clay” týpan mun líklegast droppa undir lok mánaðarins í Norður- og Suður-Ameríku.

 

Þessi týpa kemur sterk inn sem þriðja Yezzy droppið á þessu ári. Fyrri drop voru annarsvegar Yeezy Boost 750 í Salt litnum og hinsvegar síðustu helgi í Inertia liturinn sem að var einnig fáanlegur í Húrra Reykjavík.

 

Mars mánuður hefur verið troðfullur af Yeezy og mun það halda áfram þarnæstu helgi, þann 23.mars, þegar þriðji liturinn af 750 týpunni kemur út. Þessir margumtöluðu skór kallast 750 V2 „Geode“. Týpan er af mörgum talin vera heitasti liturinn af 750 týpunum hingað til og verður klárlega góð viðbót í safnið.

 

 

-Björgvin

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s