Ár 1

Þann 6.september árið 2018 lagði ég af stað í nýtt ævintýri í höfuðborg heimsins, London. Nú ári síðar ákvað ég að setjast niður og líta tilbaka á allt það sem gerðist á þessum síðustu 365 dögum.

Fyrstu vikunnar gengu vonum framar. Ég byrjaði að stunda nám við Univeristy of Westminster þar sem ég var að læra markaðsfræði. Skólin hófst mjög vel og kynntist ég ýmsu fólki. Nokkur þeirra hafa orðið að góðum vinum mínum í dag. Heppninn var svo sannarlega me mér því að áður en skólinn hófst ákvað ég að kíkja inn í adidas búðina í Westfield, þar lenti ég á verslunar stjóranum, Salem. Salem og ég fórum að spjalla og 5 mín síðar var ég kominn með starfsviðtal og hjá adidas. Fyrir þau sem þekkja mig þá vitið þið hversu mikið þetta merki gildir fyrir mig svo ég var í skýjunum. Deginum eftir var ég kominn með vinnu.

Næstu 2-3  mánuðunir voru fullir af heimþrá, vinnu og lærdómi. Á þeim tíma kynntist ég fólkinu hjá adidas betur og ekki bara eignaðist ég góða vini heldur fjölskyldu hér úti. Þarna lærði ég í fyrsta sinn hvernig það var að vera einn í stórborg. Þarna voru tímamótin þar sem ég ákvað þurfti verulega að stiga upp.

Eftir það var heimþráin farinn og London orðið að “heima”. Ég ákvað að nýta tíma eins mikið og ég gat til þess að taka myndavélina og ferðast um borgina með vinum mínum, til þess að skoða og upplifa allt það sem London hefur upp á að bjóða. Þarna byrjaði ég verulega að læra á mismundandi kúltúra sem að búa hérna úti. Ótrúlegt stundum, en eins og einhver sagði mér fyrstu vikunnar hérna, þá er London culture blanda af öllum heiminum.

Síðan var komið að jóla fríi á Íslandi. Þegar ég kom aftur út byrjuðu hlutinir að gerast verulega hratt. Ég var kominn með nýtt risa starf hjá adidas þar sem ég fæ að deila ástríðu minni fyrir merkinu í gegnum starfsmanna þjálfun. Þetta tækifæri er eitt það stærsta sem hefur komið fyrir mig og er hver dagur sín eigin upplifun. Í október munum við opna nýju global flagship búð adidas og þar verður áskorunin ennþá stærri. Spennandi tímar framundan, þó ég segi svo sjálfur.

Á árinu hef ég kynnst miklu og fengið að upplifa margt. Það sem stendur verulega upp úr hjá mér var að kynnast fólki frá öllum hlutum heimsins. Fyrst var það mjög erfitt að aðlagast öllum mismunadi kúltúrum heimsins en í dag er ég verulega þakklátur fyrir það og kann mun betur að meta alla mismunandi bakgrunna sem hver og einn einstaklingur ber á baki sér.

IMG_3105

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s